Ábyrgð skjólstæðings / forráðamanna

Skjólstæðingar/forráðamenn þeirra bera ábyrgð á að mæta á réttum tíma í þá tíma sem þeir hafa fengið úthlutaða. Börn mæta almennt 1x í viku á sama tíma. Hægt er að fá sms send deginum áður til áminningar. Þegar börn hafa fengið úthlutaða tíma er mikilvægt að nýta þá vel en biðlistar eru langir og margir sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga. Því er gerð krafa um góða mætingu þeirra barna sem fengið hafa úthlutaða tíma. Úthlutaður tími gæti verið endurskoðaður ef reglulega eru boðuð forföll vegna annars en veikinda.

Forfallagjald

Þjálfunartímar fyrir börn eru greiddir að fullu gegnum Sjúkratryggingar Íslands mæti þau með beiðni. Sjúkratryggingar greiða þó aðeins fyrir þá tíma sem barn mætir í og því er mikilvægt að forföll séu tilkynnt tímanlega ef skjólstæðingur hefur ekki tök á að mæta í tíma. Miðað er við að boða forföll deginum áður. Ef forföll eru ekki tilkynnt tímanlega eru foreldrar/forráðamenn rukkaðir um það gjald sem annars fengist greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.

Þessi atriði og fleiri koma nánar fram í samningi sem allir skrifa undir í fyrsta tíma.