Talmeinafræðingar á Talþjálfun Vesturlands starfa samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Greiðslur vegna þjónustunnar fara eftir gildandi gjaldskrá SÍ hverju sinni.
Ekkert gjald er fyrir börn undir 18 ára í talþjálfun ef þau koma með “Beiðni um talþjálfun” frá lækni/hjúkrunarfræðingi og fyrir liggur samþykki um greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.
Fullorðnir greiða gjald samkvæmt gildandi gjaldskrá SÍ hverju sinni og eftir stöðu sinni í greiðsluþátttökukerfinu. Sjá nánar hér

