Talþjálfun Vesturlands ehf var stofnað árið 2016 af Rósalind Signýjar Kristjánsdóttur. Rósalind lauk námi í talmeinafræði frá Háskóla Íslands í júní 2016 og hóf störf á þeim tíma hjá Talþjálfun Vesturlands en var fyrstu mánuðina undir handleiðslu annars talmeinafræðings. Rósalind fékk svo löggildinu og réttindi til að nota starfsheitið talmeinafræðingur frá Embætti landlæknis í janúar 2017.
Talþjálfun Vesturlands var fyrsta starfsmánuðinn með aðsetur í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Í ágúst 2016 opnaði stofan svo í ný standsettu rými við Stekkjarholt 8-10, Akranesi, í sama húsi og Gísli rakari, og hefur starfað þar síðan.
Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir
Talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri
Menntun
2016 MS próf í talmeinafræði frá Háskóla Íslands
2011 BA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands
2003 Stúdentspróf af félagsfræðibraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Fyrri störf
Talmeinafræðingur í Grundaskóla, Akranesi 2016-2018.
Dagmóðir veturinn 2014-2015
Leiðbeinandi í leikskólanum Bakka, Reykjavík 2004-2007
Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir
Talmeinafræðingur
Menntun
2024 MS próf í talmeinafræði frá Háskóla Íslands
2017 BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands
2013 Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi
Fyrri störf
Háskólamenntaður starfsmaður á leiksskólanum Garðasel, sumarið 2023
Starfsmaður í búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar, frá apríl 2023
Þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum, frá 2019 til 2022
Flugliði hjá WOW air, frá 2017 til 2019