Talþjálfun Vesturlands, 580516-2030, leggur ríka áherslu á alla persónuvernd, öryggi og lögmæta notkun og vörslu persónuupplýsinga í starfi. Persónuverndarstefna byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglugerð Evrópuþings og ráðs (ESB) nr. 2016/679. Talþjálfun Vesturlands telst ábyrgðaraðili í skilningi laganna og ber því ábyrgð á hvernig unnið er með persónuupplýsingar í starfseminni.

Þjónusta

Sú þjónusta sem veitt er á Talþjálfun Vesturlands felst í greiningu, þjálfun og ráðgjöf vegna tal- og málmeina. Söfnun og meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga er almennt óumflýjanleg til að hægt sé að veita skjólstæðingum viðeigandi þjónustu. Persónuupplýsingar kunna að vera meðhöndlaðar til að geta veitt umbeðna þjónustu eða til að gera ráðstafanir áður en þjónusta er veitt. Til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu þarf alltaf að afla upplýsinga um þann sem veita á þjónustu, t.d kennitölu, símanúmer, tengiliði og annað sem skiptir máli. Í upphafi þjálfunar skrifa foreldrar/forráðamenn undir samþykki fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinga. 

Persónuupplýsingar

Á Talþjálfun Vesturlands er unnið með gögn sem skjólstæðingar/aðstandendur veita sjálfir vegna þeirra þjónustu sem þeir óska eftir. Að auki getur verið unnið með gögn sem koma frá öðrum aðilum sem koma að máli þessara skjólstæðinga s.s skólaskrifstofur, RGR, GMB o.fl. Þá er einnig unnið með þær upplýsingar sem safnast saman á þjálfunartíma. Talmeinafræðingar og aðrir starfsmenn Talþjálfunar Vesturlands eru samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og réttindi sjúklinga bundnir trúnaði um þær upplýsingar sem þeir fá. Aðrir aðilar sem gætu óskað eftir upplýsingum um stöðu og meðferð fá slíkt aðeins afhent ef fyrir liggur skriflegt samþykki skjólstæðings/forráðamanns. Þó gæti upplýsingum verið deilt með þriðja aðila án fyrirliggjandi samþykkis ef velferð barns, fatlaðs eða aldrað einstaklings er í húfi þar sem heilbrigðisstarfsmanni ber þá að tilkynna slíkt til yfirvalda. 

Á Talþjálfun Vesturlands er leitast við að grípa til allra þeirra tæknilegu og skriflegu ráðstafana sem þarf til að vernda persónuupplýsingar skólstæðinga. Slíkt er gert til að vernda persónuupplýsingarnar fyrir því að glatast og gegn því að utanaðkomandi fái aðgang eða geti afritað þær.

Réttur einstaklinga

Einstaklingur á rétt á að fá afhent þau gögn sem unnar eru um hann innan ramma laga um persónuvernd. Sjá nánar hér

Endurskoðun

Talþjálfun Vesturlands getur breytt þessari persónuverndarstefnu og bætt við hana hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar geta átt sér stað til dæmis til að samræma gildandi persónuverndarstefnu við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni.