Athugið:

  • Biðlistar eru langir og þörfin fyrir þjónustu mikil. Því má gera ráð fyrir að bið eftir tímum sé töluverð.

  • Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eiga í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um fyrirkomulag talmeinaþjónustu. Meðal þess sem er til umræðu er staða biðlista, möguleg forgangsröðun og miðlægur biðlisti. Börn eru því skráð á biðlista hjá Talþjálfun Vesturlands með þeim fyrirvara að breytingar geti orðið. Tilkynningar verða settar bæði á heimasíðu og facebook síðu Talþjálfunar Vesturlands ef einhverjar breytingar verða.

Skráning á biðlista

 

Leið A

Hægt er að skrá börn á biðlista með því að fylla út í formið hér að neðan. Upplýsingar verða þá sendar til starfsfólks Talþjálfunar Vesturlands sem skráir barn á biðlistann. Með því að senda umsóknina af stað veita foreldrar starfsfólki TalVest leyfi til að geyma og vinna með þær upplýsingar sem sendar voru inn. Upplýsingarnar verða aðeins notaðar til að skrá barn á biðlistann og hafa samband við foreldra þegar að þjálfun kemur.

Leið B

Hægt er að hala niður skjalinu “Umsókn um talþjálfun” og ýmist prenta það út og koma til Talþjálfunar Vesturlands, Stekkjarholti 8-10 Akranesi eða fylla út í tölvunni og senda í tölvupósti á talvest@talvest.is